*-Strawberries ღ
13.2.2008 05:14:37 / arora

-Fullnæging

~~*~~

hotness.jpg

Við kynferðislegt áreiti koma fram tvær meginbreytingar á líkamsstarfsemi. Annars vegar safnast blóð í ytri og innri kynfæri og hins vegar magnast upp vöðvaspenna. Við þessar breytingar hækkar púls og blóðþrýstingur. Ef kynferðislegt áreiti magnar upp spennuna þá kemur að því að spennan losnar og það verður kynferðisleg fullnæging.

   Fullnæging kvenna birtist í mörgum myndum og er fjölbreyttari en karla, hún er síbreytileg eftir því hvaða örvun leiðir til fullnægingar. Talað er um snípfullnægingu, sem mun vera frábrugðin skeiðarfullnægingu. Snípfullnæging verður gjarnan við sjálfsfróun og aðra fróun en skeiðarfullnæging verður við samfarir. Það er einstaklingsbundið hvað hverjum líkar best sumir finna engan mun.

   Við kynferðislega fullnægingu hjá konum verður samdráttur á vöðvum í grindarholi eins og í legi, ytri hluta legganga og endaþarmsvöðva. Einnig verður samdráttur á vöðvum annars staðar í líkamanum. Eftir fullnæginguna finna konur fyrir ánægjutilfinningu og ró og það slaknar á líkamanum og vöðvum hans. Blóðþrýstingur lækkar og það hægist á púls og öndun. Þrotinn í brjóstunun minnkar og geirvörturnar verða aftur mjúkar. Spennan í grindarholinu losnar. Margar konur finna fyrir þreytu og eiga auðvelt með að sofna. Ólíkt körlum eru þær þó oft ennþá kynferðislega örvaðar eftir fullnægingu og vilja jafnvel aðra strax

   Áður en karlmaður fær fullnægingu verður getnaðarlimur stinnur vegna meira blóðflæðis. Hjá karlmönnum verður kynferðisleg fullnæging í tveimur þrepum. Í fyrra þrepinu þrýstast sáðfrumur og sáðvökvi inn í þvagrásina. Í síðara þrepinu verður samdráttur á getnaðarlim, þvagrás og blöðruhálskirtli til að koma sáðvökvanum út úr þvagrásinni og þá verður sáðfall. Fyrstu samdrættirnir eru mjög kröftugir en smám saman dregur úr krafti þeirra. Við fullnægingu verður líka samdráttur í endaþarmsvöðva og víðar í líkamanum. Mjög sjaldgæft er að karlmenn fái fullnægingu án sáðláts.  Hins vegar geta þeir fengið sáðlát án fullnægingar. Karlarnir þurfa oft að bíða í nokkurn tíma til að geta fengið fullt ris og aðra fullnægingu.  Þeir geta þó vel fengið fullnægingu þó þeir nái ekki fullu risi.

   Einstaklingur getur fengið ólíkar fullnægingar undir ólíkum kringumstæðum. Í eitt skiptið má líkja henni við eldfjall sem gýs og í annað sinn sem á sem flæðir. Upplifun einstaklingsins fer eftir mörgum atriðum t.d. hversu vel hann er upplagður, við hvaða aðstæður fullnægingin kemur, væntingum hans og tilfinningum. Það er ekki til ein lýsing á kynferðislegri fullnægingu, því hún getur verið mjög mismunandi.